
Við höfum verið að vinna að gerð stuttra myndbanda sem sýna virkni tækjanna við mismunandi aðstæður.
Hér má sjá á einfaldan hátt hvernig barnagrátsneminn eða Trúðurinn virkar. Hann er staðsettur í nánasta umhverfi sem barnið er statt í, allt 5 metra fjarlægð á radíus. Það má festa hann við rimlarúmið /vögguna/á krók á vegg - bara svolítið trygglega og fjær frá rúminu svo litlar hendur nái ekki í hann. Engir litlir hlutir eru á trúðinum sem gætu sett barnið í hættu og er hann barnvænn. Það má líka setja hann á náttborðið. Þó svo barnið sé frammi í stofu og trúðurinn í svefnherberginu þá nemur hann samt barnsgrátinn.
Það skemmtilega við trúðinn er að smám saman lærir barnið að sjá hvað það sé sem lætur foreldrana / umönnunaraðila (sem heyra ekki eðsa illa) vita af gráti þess. Þau koma alltaf. Þegar barnið eldist getur það notað trúðinn sem kalltæki og þarf bara aðeins litla snertingu til að blikkljósin frammi fari af stað eða titrarapúðinn lætur vita um nótt að barnið þurfi á foreldrum sínum /umönnunaraðila að halda.
Trúðurinn er samstilltur blikkljóskubbinum, blikkljósinnstungunni, titrarapúðanum og vasatitraranum.
Trúðurinn er öryggistæki fyrir foreldra / umönnunaraðila sem ekki heyra eða heyra illa. Líka fyrir fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Hægt er að samstilla hann við vasatitrara og gefur hann þá mismunandi titring sem viðkomandi hefur valið og vísar í að barnið sé að gráta.
Trúðurinn er með viðurkennda CE merkingu og upprunavottorð.