Jenile á Íslandi


          Fyrir hverja er Jenile aðgengistæki að hljóði ?

Þetta er sú spurning sem við erum oft spurð.  

Einfalda svarið er að Jenile aðgengistæki að hljóðinu henta öllum sem eiga við hverskonar heyrnarmein/skerðingu/leysi að etja dagsdaglega.

Jenile aðgengistækin að hljóði eru fyrir alla sem eru heyrnarlausir, döff, heyrnarskertir, með samþætta hljóð- og sjónskerðingu. Fólk með heyrnarmein getur verið á öllum aldri, alveg frá 0 til 105 ára jafnvel eitthvað litlu eldri.  

Lauslega áætlað miðað við nágrannaþjóðir okkar þá eru oft talið að um 15% - 20% landsmanna eigi við heyrnarmein að etja í einhverjum mæli – mismikið og mislítið.

Á undanförnum áratug er sagt að hávaðaáreiti á heimilium og útávið sé almennt meira, þannig að með það í huga þá eigum við í hættu að fá heyrnarmein/heyra illa fyrr en var fyrir t.d. 20-40 árum síðan. Hávaðaáreitnið nútímans er t.d. hávær tónlist í heyrnartólum, tölvuleikjum og almennt í umhverfinu.  Þegar einhver er farin að hækka óvenjulega oft og mikið þá er eitthvað að heyrninni.  Forvarnir síðustu ára hafa verið þær að biðja okkur að gæta að þessu atriði en það mun kannski ekki koma fram fyrr en hjá næstu kynslóð.

Algengast er þó að heyrnarmein geri vart við sig eftir 60 ára aldur – í þeim hópi er stærsti hópurinn.    Þá erum við að tala um heyrnarmein þar sem ekki og/eða illa heyrist  í dyrabjöllu, þegar sms skilaboð koma,  símahringingu, reykskynjara, barni að gráta, kalli í nærumhverfi frá öðru rými.   Þessi hljóð geta gert vart við sig á hverjum tíma sólarhringsins – þau gera ekkert sérstaklega boð á undan sér eins og við öll vitum. 

En Jenile og heyrnartæki?  Þeir sem nota heyrnartæki dagsdaglega þurfa líka Jenile aðgengistæki að hljóði að halda.   Jenile tæknin er björgunarbáturinn – þegar þú ert ekki með heyrnartækin eða heyrnartækin ekki að nema hljóðið þá sér Jenile um það.

Streita getur auðveldlega gert vart við sig ef einstaklingur sem heyrir illa er alltaf að reyna „að heyra“ og vera alltaf „á verði“.    Þegar einhver heyrir illa þá á hann fullan rétt að slaka á í umhverfi sínu og fá viðvörun á sínum forsendum frá Jenile tækjum.

Sá sem heyrir illa á líka fullan rétt á friðhelgi á sínu heimili/herbergi/vistverum– það ætti að kallast liðin tíð að vaðið sé inn til þess sem ekki heyrir og láta honum bregða.  Dyrabjalla, blikkljóskubbur og titrarapúði á að vera staðalbúnaður þeirra sem heyra illa og búa t.d. á stofnunum, sambýli, heimavist eða eru á barna/unglingsaldri og búa heima eða bara einfaldlega heima hjá sér og eiga sitt herbergi/sínar vistverur innan heimilisins.

Barn sem heyrir illa hvort sem er meðfædd eða áunnin heyrnarskerðing þarf líka á Jenile aðgengistæki að hljóði að halda.   Barn sem ekki heyrir í dyrabjöllu, reykskynjara eða öðrum skynjara á fullan rétt á að vita af þeirri viðvörun á sínum forsendum.   Bæði það ýtir undir sjálfstæði barnsins og þess að vera ekki háður öðrum hvað nærumhverfis- og heimilishljóð varðar.   Það þarf að geta brugðist við á sínum forsendum.

Þannig að Jenile aðgengistæki að hljóði eru fyrir alla sem eiga við heyrnarmein að etja í mismiklum eða litlum mæli.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í niðurgreiðslu á Jenile aðgengistækjum.   Endilega hafið samband við Heyrnar og talmeinastöð Íslands og athugið rétt ykkar til niðurgreiðslu SÍ. Hægt er að senda póst á hti@hti.is .

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skrifaðiu ummæli (all fields required)