Jenile á Íslandi


          Fyrstu Jenile tækin tekin í notkun á vinnustað á Íslandi

Í gær fórum við og afhentum Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) fyrstu Jenile tækin sín.  Á SHH starfa 6 starfsmennn sem ekki heyra eða heyra illa. SHH er umhugsað að þau hafi aðgengi að hljóðinu og festi kaup á fyrstu Jenile tækjunum.  Við erum stolt af því að hafa kynnt tækin fyrir Kristín Lenu Þorvaldsdóttur - hún var búin að sjá umfjöllun okkar um þau og heyra af þeim en kynning okkar til hennar gerði útslagið að hún sá strax hvað tækin létu lítið fyrir sér fara á staðnum og þegar þau fá viðvörun þá er vel tekið eftir því og á forsendum starfsmanna sem ekki heyra eða heyra illa.   Eins er líka góðir valmöguleikar að hafa hljóð með eða ekki.  Það var líka mjög auðvelt í uppsetningu og hægt að hafa tækin eins og blikkljóskubbinn og blikkljósinnstunguna færanlega með einu handartaki.  Kristin Lena er viss um að tækin eiga eftir að margborga sig þegar tímar líða og láta starfsmönnum á staðnum sem njóta tækjanna líða vel.

Til hamingju Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra :-) 

Við mælum hiklaust með að vinnustaðir, viðverustaðir, stofnanir, sambýli, skólar, leikskólar, sjúkrahús og aðrir íverustaðir þar sem fólk sem ekki heyrir eða heyrir illa dagsdaglega bóki kynningu hjá okkur - við tökum staðinn út og þarfagreinum, sníðum svo pakka fyrir staðinn.  

Þetta er öryggismál og tæki sem þessi eru tæki sem hafa verulega vantað á markaðinn - þau ekki bara láta vita að eitthvað sé að hljóma í nærumhverfi þessi sem ekki heyrir eða heyrir illa heldur gefur fólki sem ekki heyrir eða heyrir illa öryggistilfinningu og sýn að friðhelgi notandans sé virt með því að hann fær sína viðvörun um hljóð algerlega á sínum forsendum og hann sjálfur ákveður hvar tækið sé staðsett í sínu sjónfæri.    

Alltaf hægt að hafa samband við okkur og senda okkur tölvupóst: info@jenile.is og hefja samtal á Messengar hnappinum á heimasíðu okkar er á Jenile Ísland síðunni á Facebokk Líka velkomið að taka spjall við okkur í myndsíma (Facetime).  Við aðstoðum ykkar í leit að bestu lausninni fyrir ykkur.  Hlökkum til að heyra frá ykkur. 

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Á myndinni eru Magnús Sverrisson; eigandi Leó ehf sem hefur umboð fyrir Jenile vörurnar og þjónustar á Íslandi.   Sigurlín Margrét sem vinnur að Jenile kynningu ásamt mörgu öðru fyrir Jenile og Leó ehf. og Kristín Lena Þorvaldsdóttir;  forstöðumaður  Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.

ummæli (1 svör)

21 May, 2021

Magga

Hæ hæ

Skrifaðiu ummæli (all fields required)