
Jenile aðgengistækin eru að stórum hluta hönnuð með það að leiðarljósi að foreldrar jafnt og amma og afi eða aðrir uppalendur sem eiga við hverskonar heyrnarskerðingu að etja geti heyrt í börnum sínum gráta og kalla.
Jenile aðgengistækin eru líka hönnuð með það í huga að börn sem eiga við hverskonar heyrnarskerðingu að etja geti fylgst með og heyrt í dyrabjöllu, reykskynjara, síma og þeim hljóðum sem almennt heyrast á heimilinu eins og aðrir heyrandi fjölskyldumeðlimir.
Börn sem eru döff / heyrnarskert / með samþætta sjón og heyrnarskerðingu eiga fullan rétt á að vita af „heimilishljóðum“. Það ýtir undir sjálfstæði þeirra og þau finna fyrir öryggistilfinningu á heimilinu. Þau verða ekki spurningarmerki og í hálfgerðri óvissu, þegar einhver er að koma eða allir hlaupa til. Þau vita nákvæmlega eins og aðrir að eitthvað sé að gerast, tækin veita viðvörun og það þarf að bregðast við viðvörunarhljóði hvort sem það er dyrabjalla, sími, reykskynjari, barn að gráta eða einhver að kalla.
Þannig að við getum alveg sagt með sanni að Jenile aðgengistækin eru fyrir alla frá vöggu til grafar.
Ef foreldrar, amma og afi, systkini nýfædds barns heyra ekki eða heyra illa þá þarf:
- Trúðinn barnagrátsnema / hnapp
- Græna titrarapúðann
- Blikkljóskubb
- Vasasnertititrarann
- Blikkljósinnstunguna
Ef barnið/krakkinn /unglingurinn/ gesturinn á heimilinu / íbúi á sambýli eða stofun heyrir ekki eða illa þá þarf:
- Dyrabjöllu (útidyra, dyrabjöllusímamagnari, innidyra, herbergi unglingsins/íbúans)
- Græna titrarapúðann
- Blikkljóskubbinn
- Blikkljósinnstunguna
- Reykskynjara
- Kalla kallhnappinn
Þetta ofantalið eru grunnvörur - það er þá miðað við pakkingu og svo 2-4 aðgengistæki aukalega. Það besta við aðgengstækin er að þau eru mjög settileg og falla inn í hvaða útlit/ stílseringu á heimilum. Það er líka auðvelt að færa þau milli staða/herbergja eða íbúða/húsa.
Ef einhverjar spurningar vakna, velkomið að senda póst á info@jenile.is