Jenile á Íslandi


          Jenile dyrabjöllur

Flestum ef ekki öllum sem heyra lítið, ekkert eða jafnvel hafa ekki sjón finnst eiginlega verst af öllu að geta ekki svarað dyrabjöllunni á sínum eigin forsendum.   Dyrabjöllur almennt eru með hljóði – mismunandi að vísu en það glaðlegasta er oftast það að opna hurðina og sjá hver er að koma í heimsókn eða einhver að bera okkur tilkynningu og/eða færa okkur pakka, jafnvel heimsendu pizzuna sem við pöntuðum í gegnum appið. 

 Dyrabjallan er sá hlutur í fastmótuðuð daglegu lífi hvers einasta samfélags sem við búum í og höfum þak yfir okkur og gefur okkur skjól.

 Grunnurinn að Jenile aðgengistækjum að hljóði byrjaði á einni litilli dyrabjöllu fyrir um áratug siðan.  Markmiðið strax í upphafi var að hafa þetta allt þráðlaust, auðvelt að færa milli herbergja og staða. Allt þetta á forsendum þess sem fólk sem ekki heyrir gæti „heyrt“ í dyrabjöllunni á sínum eigin forsendum þ.e. sjá og finna með blikkljósi og titringi.

Jenile aðgengistækin hafa sannað sig og sýnt að þessu markmiði er náð.

 Dyrabjöllur Jenile eru nokkrar og hér eftir er stutt kynning á hverri og einni:

 1.)  Blá Jenile -  Þessi er ein af þeim fyrstu framleiðsluvörum Jenile.  Dyrabjölluna má nota utandyra sem innandyra.   Hún er vatnsheld – þolir mikla bleytu og líka hnjask.  Hún er ekki tengd við rafmagn en er með battarí. Þannig að ef það verður rafmagnslaust þá virkar hún vel og er vel tengd blikkljósakubbinum sem er líka ekki tengdur við rafmagn.    Það er hægt að hringja dyrabjöllunni í algeru rafmagnsleysi.   Hún er skrúfuð á vegginn við hurðina eða límd /skrúfuð á dyrakarminn.   Ljósið sem hún gefur frá sér er grænt.

 2.) Dyrabjalla innandyra grá:    Þessi er notuð innanhúss. Límd eða skrúfuð (mjög lítil skrúfa) á vegginn við hurðina.   Pláss fyrir merkimiða.   Fín ein og sér og notuð t.d. í skrifstofuna, föndurherbergið, unglingaherbergið, heimavistarherbergið, herbergi á sambýli/stofnun, hótelherbergi.   Dyrabjallan tengist blikkljósakubbinum, blikkljóssainnstungunni, vasatitraranum, vekjeraklukkunni og titrarapúðanum.  Ljósið sem hún gefur frá sér er grænt.

 3.) Dyrabjalla laus sett á hurðina: Er í raun sú sama og nefnd er í nr. 2 nema hvað hún er laus, það er hægt að færa hana milli hurða/herbergja.  Hún er fest á hurðina – með málmsmellu. (þessi dyrabjalla fylgir með ferðapakkanum)

 4.)  Þessi hentar vel í fjölbýlishús (blokk) þar sem dyrasími er.   Þá er þetta stykki staðsett nær hátalaranum (í íbúðinni) sem er fyrir dyrasímann og það nemur hljóðið frá hátalaranum og lætur aðgengistækin sem það er tengt við vita/gefur viðvörun – þ.e. blikkljóskubbinn, blikkljósinnstunguna, vasatitrarann  og titrarapúðann.  Ljósið frá dyrasímanum er fjólublátt.

 Auðvelt er að sjá hvaðan verið sé að hringja því dyrasíminn ( 4.)  gefur frá sér fjólublátt ljós en dyrabjalla eins og t.d. 1. 2 og 3 (sjá að ofan) gefur frá sér grænt ljós.

Öll tækin geta tengst titrarapúðanum – þannig að hægt er að sofa, hvíla, eða bara legið upp í rúmi í afslöppun þegar hringt er.

 Persónulegt rými og friðhelgi einstaklings sem ekki heyrir og sér er virt til fullnustu hafi hann aðgengistæki Jenile á heimili sínu, vinnustað og/eða á ferðalagi sínu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skrifaðiu ummæli (all fields required)