Jenile á Íslandi


          Jenile kynning fyrir starfsfólk Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands

Föstudaginn 5. júní 2020 var undirrituð fulltrúi Jenile á Íslandi með kynningu fyrir starfsfólk Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands.

 Á kynningunni var farið litillega yfir sögu Jenile í Frakklandi, um tæknina á bakvið og hvernig tæknin vinnur og fyrir hverja.

Farið var yfir hvernig best sé að haga pöntunum og samsetningu pakkingu og einstakra aðgengistækja Jenile út frá því hvað notandi setur í forgang í sínu daglega lífi þegar kemur að því að fá aðgengi að hljóðinu í sínu nánasta umhverfi.

 Starfsfólkinu voru sýnd virkni tækjanna og möguleikar þeirra.

 Það er okkur sönn ánægja að vinna með Heyrnar og talmeinastöð Íslands í þessu og markmið okkar er að veita þeim góða og faglega þjónustu með tækninni.  Við viljum eiga gott samstarf við þau og sjáum fram á að svo verði.  

Kveðja 

Sigurlín Margrét

 

Skrifaðiu ummæli (all fields required)