Jenile á Íslandi


          Nýr samningur um sölu á Jenile aðgengistækjum að hljóði

Þann 25. maí 2022 var nýr samningur um sölu á hjálpartækjum til heyrnarlausra, heyrnarskerta, fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, til kuðungsígræðslu notenda og til barna undir 18 ára ; undirritaður á milli Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands/ HTÍ og Leó ehf., sem er umboðsaðili Jenile International á Íslandi.

Jenile International tækin eru viðurkennd hjálpartæki sem eru seld til sextán landa og bætast sífellt fleiri lönd við. Tækin eru hönnuð af heyrnarlausum einstaklingum og sjá þeir einnig um prófun þeirra, sölu og uppsetningu.

Hlutverk Leó og HTÍ kemur fram í fyrstu og annarri grein samningsins. Leó, umboðsaðili Jenile viðvörunarbúnaðar selur blikkljós, titringstæki og fleira, sem veitir aðgengi að hljóði fyrir heyrnarlausa, heyrnarskerta og fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu.

HTÍ kaupir Jenile hjálpartækin af Leó ehf., samkvæmt samningnum og selur viðvörunarbúnaðinn til þeirra notenda sem eiga rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. HTÍ ber skylda til að upplýsa skjólstæðinga sína um rétt þeirra til niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum auk þess ber þeim skylda að upplýsa viðskiptavini sína um rétt þeirra til uppsetningu Jenile tækjum, viðhaldi, fræðslu og þjálfun í notkun þeirra, sbr., 4. tl. 2. gr. laga um Heyrnar - og talmeinastöð nr. 42/2007.  

Jenile á Íslandi leiðbeinir notendum um virkni tækjanna og fræðir þá um notkun þeirra. Í samráði við kaupendur gerir Leó ehf. tillögu að tækjakaupum og sendir beiðnina til HTÍ. Ef HTÍ samþykkir beiðnina er Leó ehf. upplýst um samþykkið sem tekur pöntunina saman og sendir til HTÍ. Að endingu afhendir HTÍ notandanum pöntunina og tilgreinir þann kostnað sem fellur á hann, sem í flestum tilfellum er 20% af verði tækjanna, (Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða allt að 80% og í einstaka tilfellum 100%, t.d. ef notandi er undir 18. ára aldri).

Við hjá Leó ehf. og umboðsaðilar Jenile International á Íslandi fögnum samningnum sem gerður var með því augnamiði að aðgengi heyrnarskertra, heyrnarlausra og fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu sé alltaf gott og auðvelt sé að nálgast tækin.

EF áhugi er fyrir Jenile hjálpartæki er annað hvort hægt að haft samband viðinfo@jenile.is eða beint við HTÍ,hti@hti.is

 

Skrifaðiu ummæli (all fields required)