Jenile á Íslandi


          Samsetning Jenile pakkinga og einstakra aðgengistækja

Jenile aðgengistækjunum er ætlað að veita notanda sínum aðgengi að hljóðinu í nánasta umhverfi sínu dagsdaglega: á heimili sínu, á vinnustað, við áhugamál sín og í ferðalögum sínum.

Jenile tækin eru ný á Íslandi og við erum stolt af því að kynna þetta. 

Við fyrstu sýn fyrir þá sem ekki alveg eru að fatta eða skilja samsetninguna gæti þetta virst smá frumskógur fyrst,  en það á ekki að vera.  

Ég ætla hérna að fara aðeins yfir samsetningu pakkinga og einstakra aðgengistækja Jenile með tilliti til þess hvað notandinn (sá sem ekki heyrir eða heyrir illa)  setur í forgang fyrir sig.  (Notandinn er hugarburður þess sem þetta ritar, en gæti alveg verið til í raunverulegum heimi)

Forgangslisti notandanda:

Notandinn vill heyra í:

  • dyrabjöllu
  • vekjaraklukkunni
  • reykskynjara
  • barni að gráta – ég passa stundum afastrákinn minn og vil vera örugg
  • þegar mamma ( 82 ára) sem er veik og býr hjá mér kallar á mig eða maki minn sem er með háan blóðþrýsting
  • þegar síminn minn hringir eða ég fæ skilaboð frá síma eða samfélagsmiðli

 Notandinn býr:

  • á 4 hæð í fjölbýlishúsi á einni hæð
  • með maka sínum sem heyrir vel
  • móðir notandans kemur stundum og gistir hjá notanda þegar veikindi steðja að.

 Notandinn þarf þá að fá:

           Tæki til að nema hljóð frá dyrasímahátalara inn í íbúðinni

            Dyrabjöllu við hurðina á ganginum / sérinngangi (vatnsheld)

            Vekjaraklukkupakkann  (hægt að nota til að ferðast með og hafa heima)

            Grænan titrarapúða  (1 stk)

            Reykskynjara (1 stk,  íbúðin er á einni hæð)

            Trúðinn til að nema barnsgrátur

            Kalla kallhnapp (fyrir ömmu eða heyrandi makann að kalla á mig)

            Símatækið - SMS blikkara

            Blikkljósainnstungu (1 stk )

            Blikkljóskubbinn ( 2 stk )

            Vasatitrara og hleðslutæki

            Hleðsluinnstungu fyrir tvo tæki

         

Öll þessi tæki eru þráðlaus.  Þau láta lítið fyrir sér fara útlitslega í íbúðinni.  

Dyrabjöllu, reykskynjara, dyrasímamagnara og hátlarahljóðnema má festa með límsegli eða skrúfu sem við á; hvort sé steyptur veggur eða tré.

Tækin þurfa hleðslu á 2-3 vikna fresti og þá aðallega blikkljóskubbar, símatækið og vasatitrari.

Önnur eins og dyrabjalla, reykskynjari, trúðurinn, kallhnappurinn og titrarapúðinn notast við rafhlöðu.

Tækin eru öll CE merkt.

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið línu á okkur info@jenile.is

Skrifaðiu ummæli (all fields required)