Jenile á Íslandi


          Samstarf HTÍ og Jenile

 

Jenile og HTÍ

Leó ehf. umboðsaðili Jenile á Íslandi og Heyrnar – og talmeinastöð Íslands (HTÍ)  undirrituðu samning þess efnis að HTÍ sér um að selja Jenile hljóðaðgengistæki til þeirra sem eiga rétt á niðurgreiðslu þessara hjálpartækja frá Sjúkratryggingum Íslands. 

Samningurinn var undirritaður 26. febrúar og fyrir undirritun höfðum við átt  3 fundi með forstöðumanni HTÍ Kristjáni Sverrisyni og Guðrúnu Skúladóttur starfsmanni stöðvarinnar sem sér um úthlutun og hjálpartæki þessarar gerðar almennt á HTÍ.

Við erum mjög ánægð með samstarfið við HTÍ og hlökkum til komandi tíma.   Það er mikill hagur fyrir alla íslendinga sem eiga við einhverskonar og mismikið heyrnarmein að etja dags daglega að geta fengið þessi tæki hér sem gefa þeim nánast aftur töpuð lífsgæði og aðgengi að hljóðinu með litilli fyrirhöfn eins og Jenile tækjum er eitt lagið.

 Við mælum eindregið með því að allir einstaklingar sem þurfa á aðgengistækjum að hljóði að halda að athuga rétt sinn hjá Heyrnar – og talmeinastöð Íslands.   Einfaldast er að gera það með að senda póst á stöðina hti@hti.is sem kemur fyrirspurninni á til þess aðila sem gefur svörin.

 

Hér eru nokkrar myndir frá undirritun samnings Leó ehf og Heyrnar – og talmeinastöð Íslands 26. febrúar 2020

 

Skrifaðiu ummæli (all fields required)