Jenile á Íslandi


          Stofnanapakki 1 og 2

Stofnun sem hér á við getur verið:  hjúkrunarheimili, sambýli fatlaðra, heimavist, íbúðakjarni fyrir geðfatlaða/fatlaða/eldri borgara, skammtímavistun, dagvistun aldraðra og fatlaðra, orlofsheimili, gistihús og hótel.

Á stofnunum sem þessu býr fólk eða dvelur tímabundið.  Íbúar þessara stofnana hvort sem um er að ræða skamma og/eða langtímabúsetu er að ræða geta íbúarnir átt við heyrnarmein að etja í litlum eða miklum mæli.

Þeim sem eiga við heyrnarmein að etja hvort sem er meðfætt eða áunnið er eðlislægt að treysta á viðvaranir í formi ljóss og/eða titrings.

Það ætti því að vera sjálfsagt að fólk með heyrnarmein (skerðingu eða leysi) eigi rétt á sinni friðhelgi í vistverum sínum.  Þannig að það ætti að vera sjálfsagt t.d. að hafa dyrabjöllu við herbergisdyr svo hægt sé að dingla dyrabjöllunni og íbúinn kemur til dyra. 

Væri engin dyrabjalla myndi honum bregða við að fólk æddi bara inn.

Fólk án heyrnar eða litillar, skertrar heyrnar á fullan rétt að bregðast við dyrabjöllunni, vekjaraklukkunni, reykskynjaranum, barnsgráti  í sínum vistverum á stofnunum, á sínum forsendum.  

 Heyrnartæki eru góðra gjalda verð – þau eru fín þegar kemur að samskiptum almennt, hlusta á tónlist sem dæmi og nýtast þannig sem hjálpartæki.   Það er ekki mælst með því að sofið sé með heyrnartæki.     Þó fólk noti heyrnartæki, eða hafi farið í kuðungsígræðslu – þá er samt þörf fyrir aðgengistæki að hljóði eins og Jenile tæknin er.  

Í Frakkalandi heimalandi Jenile nota margir sem hafa farið í kuðungsígræðslu eða almennt nota heyrnartæki Jenile aðgengistæki að hljóði heima hjá sér, eiga til að taka með milli staða eða á ferðalögum sínum.   Tækin gefa þeim ákveðna ró og þeir treysta á þau.

Aðgengistæki að hljóðinu eru nauðsynleg rétt eins og skip þurfa björgunarbát.

Hægt að lesa meira um stofnanapakka 2 og stofnanapakki 1

 

 

Skrifaðiu ummæli (all fields required)