Jenile á Íslandi

Blikk- og hljóðinnstunga

Þetta er innstunga.   Gefur frá sér blikkljós og líka hljóð.   Hægt að stilla hljóðið og margir heyrnarskertir kjósa að nota hljóðið með blikkljósinu.  Líka hægt að taka hljóðið af.  Blikkljósainnstungan nýtist mjög vel ef innstungan er í sömu hæð og þar sem slökkvari/ kveikjari er staðsettur á vegg,  en getur líka nýst vel þó sé neðarlega sem innstungur eru venjulega staðsettar, passa bara uppá að ekkert sé fyrir þeim.

Blikkljósin eru fjögur:   Rautt fyrir neyðarástand, grænt fyrir dyrabjöllur og hringihnapp, blátt fyrir síma, farsíma, tölvur og barnavaktareftirlitskerfið, hvítt fyrir sérsniðið t.d. hreyfiskynjara.

Blikkljósainnstungan nýtist með öllum öðrum Jenile tækjum eins og ; dyrabjöllu, reykskynjara, barnavakt og kallhnappi

Það góða við blikkljósainnstunguna er að hægt er að færa hanan hana í hvaða instungu sem er á heimilinu svo framarlega sem hún er í góðu sjónfæri við notandann.

 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

 

Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands.   Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is