Jenile á Íslandi

SMS blikkarinn

Þessi farsímahaldari passar við allar gerðir farsíma og ipada.  Það gefur merki/blikkljós frá símanum þegar hann fær SMS eða úr öðru appi í símanum t.d. Messenger, Whatsapp   Tækið er með Bluetooth möguleika.

Tækið er mjög hagnýtt á þann hátt að hæg er að láta símann eða ipadinn hvíla á tækinu (lárétt eða lóðrétt) og eiga myndsímtöl úr símanum jafnvel líka horfa á myndbönd eða bíómynd. 

Hægt er að stilla tækið þannig að það tengist almannavarnaneti og lætur vita ef yfirvofandi hætta er í nágrenni.  Það allaveg er hægt í Frakklandi og á að vera hægt hérlendis líka.

Tækið getur tengst blikkljósakubbinum og titrarapúðanum (til að setja undir dýnu eða kodda þegar sofið/hvílst er)

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

 

Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands.   Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is