Jenile á Íslandi

Um okkur

Um Jenile

Jenile er franskt fyrirtæki.  Stofnað af Hassen Chaieb, döff,  sem vill auka aðgengi allra döff og heyrnarskertra með tæknilegum lausnum.  Tæknin eru hönnuð af döff og gerð sérstaklega fyrir döff og heyrnarskerta.  Enginn þekkir aðgengishindranirnar betur en döff sjálfur og getur því leyst þær.   Í stuttu máli þá er Jenile tæknin aðgengi að hljóði fyrir þá sem eiga við heyrnarmein að etja.

Markmið Jenile er að....  

...huga að,  þróa og framleiða tækni sem huguð eru að þörfum:

  • döff
  • heyrnarlausra
  • heyrnarskertra
  • fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu
  • þeirra sem misst hafa heyrn af einhverjum orsökum eins og fæðst eða misst vegna veikinda, fötlunar eða aldurs.
  • Allra sem eiga við heyrnarmein að etja

Jenile er fyrir okkur öll

Einhvern tímann á lífsleiðinni missum við heyrnina að einhverju leyti.  Það getur gerst  hvenær sem er,  frá fæðingu eða á síðari árum.  Við heyrnarmissi – hvort sem hann sé meðfæddur eða áunninn þá tapast ákveðin lífsgæði. 

Eins og til dæmis það að heyra ekki í dyrabjöllunni, þegar síminn hringir eða þú færð SMS / Messenger skilaboð í símann. Það á einnig við um þegar barnið á heimilinu grætur og lætur vita af sér, þegar reykskynjarinn fer af stað, einhver kallar á þig úr næsta herbergi eða bara einfaldlega að vita hvort einhver sé að koma.

Jenile tæknin er aðgengistæki að hljóðinu og er ætlað að bæta lífsgæðin við heyrnarmissi með tækni sem lætur lítið fyrir sér fara en fer svo ekki framhjá neinum þegar þau gefa viðvörun – og notandi tækjanna missir því ekki af neinu. 

Tækin er öll þráðlaus og mjög þægileg í uppsetningu og flutning milli staða í híbýlum.  Henta vel hvar sem er og hvert sem farið er. 

Að velja hagnýtasta pakkann .....

Við fyrstu sýn virðast pakkarnir kannski vera pínu flóknir og erfitt að velja á milli eða kannski ertu bara að spá í að kaupa alla pakkana.  

Það er ekki þannig þegar vel er að gáð.

Þú velur pakka út frá því sem þú setur í forgang hvað varðar aðgengi þitt að hljóðinu.

Ef þú setur aðgengi þitt að öryggi og hljóði í forgang, þá velur þú öryggispakkann og bætir við einhverju af eftirfarandi - dyrabjöllu, símablikkara og barnavakt.

Ef ungabarn er á heimilinu þá getur þú valið barnavaktina og bætir svo við því sem þarf t.d. dyrabjöllu, reykskynjara og símablikkara. 

Ef þú vilt ná dyrabjöllunni þá hentar heimilispakkinn mjög vel.

Með öllum þessum tilbúnu pökkum getur þú bætt við vasasnertititrarann eða öðru einstöku aðgengistæki sem við á. 

 Þér er velkomið að hafa samband við okkurinfo@jenile.is

Þú getur útbúið lista yfir hvað þú vilt og þarft að hafa aðgang að og við búum þá til heildstæðan pakka fyrir þig.

Við hlökkum til að sýna þér, aðstoða þig og viljum að þú getir notið hljóðsins sem aðgengistækin hafa upp á að bjóða.