Jenile á Íslandi

Barnavakt með myndavél

Barnaeftirlitskerfið fylgist með barninu þínu þegar það sefur – þú sérð alfarið um að stjórna hvenær þú vilt hafa kveikt á því og lætur skjáinn vera í þínu sjónfæri.  

Barnaeftirlitskerfið getur tengst barnavaktinni – nemanum og leiðir allar viðvaranir inn í önnur tæki s.s. snertititrara,  vasasnertititrarann, blikkljóskubbinn og blikkljósinnstunguna. 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is