Jenile á Íslandi

Blikkljósakubbur

Blikkljósakubburinn er flaggskip Jenile vörunum.  Margir leggja ástfóstri við hann.   Hann er eins konar hjartað í öllu heima aðgenginu.   Hann er einskonar hjartað í öllu heimaaðgenginu að hljóði.   Hann er hannaður þannig að hann á ekki að geta brotnað.  Hann má detta á gólfið eins oft og hann vill.  Blikkljósin eru hans helsta aðdráttarafl.  Hann hefur yfir að ráða fjórum ljósum og öll hafa þau ákveðin skilaboð eins og rautt sem þýðir neyðartilvik t.d. brunaboði, gasviðvörun eða vatnsflóðviðvörun.  Grænt: dyrabjalla og bjölluhnappur.  Blátt: Sími, símhringing, tölva, farsími og barnaeftirlitskerfið.  Hvítt: aukalegt sérsniðið, eins og t.d. fyrir hreyfiskynjarann.  Það er hægt að stilla tímalengd ljósdreifara í röð til þess eins að tryggja meiri gæði fyrir notandann.  Ljóskubburinn er stílhreinn, lítill (6,5 cm x 6,5 cm x 7 cm, vegur aðeins 171 gramm)  og lætur lítið fyrir sér fara nema þegar hann blikkar þá er tekið eftir því.     

Nýtist best með:  Dyrabjöllunni, reykskynjaranum, hreyfisknyjara, barnavakt, kalltæki og símaboða.

Hlaða á 2-3  vikna fresti

Fyrir hverja:   döff, heyrnarskerta, alla sem hafa misst heyrn að einhverju leyti

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

 

Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands.   Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is