Jenile á Íslandi

Ferðapakkinn

Þetta er hinn fullkomni ferðapakki.  Lítil græn taska fylgir með svo allt sé á sínum stað þegar lagt er í ferðalagið.  Vegur aðeins 290 grömm.

Ferðapakkinn innheldur vekjaraklukku og dyrabjöllu sem hægt er að smella á hótelherbergishurðina eða hurð á dvalarstað.   Dyrabjallan er tengd klukkunni og hægt er að setja á blikkljós og/eða snertivíbrara þegar einhver hringir dyrabjöllunni á hótelherbergishurðinni.  

Þessi pakki er mjög góður fyrir hótel, gististaði, sambýli, hjúkrunarheimili því þá geta gestir fengið að vera í friði og þurfa ekki að hafa opna hurð af því þau heyra ekki þegar einhver bankar/bjallar á hurð við venjulegar aðstæður.   Með tækinu er hægt að smella dyrabjöllunni á hurðina með ltilu handfangi,  dyrabjallan er tengd tækinu og lætur vita að einhver sé að bíða við dyrnar.  Hótel og gististaðir hafa þetta hjá sér og geta látið þetta fylgja með herberginu þegar gestur sem heyrir illa eða ekkert kemur á hótelið/gistiheimilið.  Helsti kostur þessa tækis er að friðhelgi er virt, bankað/bjallar og þú veist að einhver er að koma og opnar.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

 

Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands.   Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is