Jenile á Íslandi

Fjölhæfa vekjaraklukkan

Fjölhæfa vekjaraklukkan er einstök og á ekki enn sem komið er sinn líka.  

Hún er fyrir fólk sem heyrir ekki eða illa.  Hún hentar líka þeim sem eru með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. 

Hún getur bæði verið samstillt öllum öðrum viðvörunartækjum Jenile eins og t.d. dyrabjöllu, reykskynjara, barnagrátsnema, hurðopnast nema, gas og vatnsflóðsskynjara og líka SMS blikkaranum (farsímanum hringingar og sms skilaboð og önnur boð frá samfélagsmiðlum) 

Það sést hérna á skjánum - hvaða tæki er að gefa frá sér merki: 

Það þarf kannski bara að opna annað augað til að sjá hvað er að blikka (gefa viðvörun)   Það er hægt að stilla þetta alveg og hafa fullt val á því hvað megi "trufla svefnin" og hvað ekki.

Skjárinn er vel sýnilegur - hann hefur marga möguleika, eins og t.d. það að stilla á mismunandi tíma til að vekja (hjón/sambýlingar).  Það er hægt að stilla hvernig vöknun er valin t.d. með hljóði, titrarapúða og blikkljósi, eins er hægt að stilla að fá mjúka vöknun með ljósi nokkrum mín áður en titrarapúðinn byrjar eða blikkljósið byrjar eða hljóðið byrjar að vekja.  Það er svona dagsbirtuljós, gefur líka smábirtu inn í daginn áður en dagurinn byrjar fyrir alvöru.  

Það er líka hægt að að hafa kveikt á ljósum á tölustöfunum á nóttunni eða bara hafa alveg slökkt.  Tölustafirnir geta líka kviknað við hreyfingu eða hávaða.   Allt þetta er þó stillanlegt og hver og einn hefur sína stillingu eftir þvi sem viljinn er.     

Mjög auðvelt er að stilla klukkuna eftir því sem viljinn er og líka það að stilla á vakninguna.   

Það er hægt að "snoozza"   

Það þarf mjög létt handatak á klukkana til að stoppa titrarapúðann og /eða ljósið, hringingu. 

 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is