Jenile á Íslandi

Gasskynjari

Þetta litla tæki nemur lyktina sem við finnum kannski ekki þegar gas lekur úr gaskút heimilisins – oftast staðsett í eldhúsiskáp, allavega við gaskútinn.  

Tækið er tengt með rafmagni og er tengt við 137 cm langa snúru með innstungu.

Tækið hefur sömu næmni og aðrir nemar eins og reykskynjari, vatnsskynjari og hreyfiskynjari.

 Tengist öllum viðvörunartækjum Jenile, gefur frá sér ljósviðvörun/titring/hljóð(val)

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is