Jenile á Íslandi

Heimilispakkinn

Þetta er grunnurinn.   Með þessum grunnpakka getur þú sett dyrabjöllu utandyra (vatnsheld).   Skrúfar hana í vegginn þar sem dyrabjallan eðlilega er.   

Blikkljósinnstungan, blikkljósakubburinn og græni titrarapúðinn sjá svo alfarið um að láta þig vita þegar einhver bjallar og þú ferð til dyra eins og enginn sé morgundagurinn. 

Mælum með þessum pakka sem grunni.  Allar vörurnar í pakkanum geta svo tengst öðrum viðbætum t.d. vekjarklukku, reykskynjara,  símablikkaranum, hreyfiskynjaranum, barnavaktinni, vasasnertititraranum og Kalla kallhnappi. Allt þarf þó að samstilla.

 

Pakkinn innheldur:  Blikkljósainnstungu, blikkljósakubbinn, titrarapúðann, dyrabjöllu (vatnshelda utandyra) og hleðsluinnstungu fyrir tvö tæki samtímis.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is