Jenile á Íslandi

Kalli kallhnappurinn

Litur

Kallhnappurinn er það aðgengistæki sem mjög vert er að eigs.  Hægt er að nota hann t.d. þegar manneskja í öðru herbergi vill t.d. að sú sem ekki heyrir komi og smellir þá á hnappinn, viðtakandi er með vasatitrara og/eða blikkljós.  Frábært tæki t.d. á vinnustað og eykur aðgengismöguleika döff á vinnustað sínum.   Einnig fínt að nota milli hæða.  Þetta er mest notað t.d. af veikri manneskju eða fatlaðri og umönnunaraðili er döff. Tækið gefur ekki frá sér hljóð þannig að það truflar ekki aðra.

Litli svarti með bláu:   Þessi er fínn innanhúss í ca 200 fm húsi.   Stuttar fjarlægðir.

Hvíti með rauðum takka er fyrir langar fjarlægðarlengdir t.d. milli hæða, herbergi á gangi (spítlali, sambýli, hjúkrunarheimili) 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

 

Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands.   Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is