Jenile á Íslandi

Öryggispakkinn

Með þessum pakka er lögð áhersla á öryggið í umhverfinu innanhúss.  Reykskynjarinn er þá í aðalhlutverki.  Reykskynjarann á að staðsetja í lofti hússins.  Það gerast töfrar þegar hann er festur í loftið og stundum bara ekki með skrúfu.   Þannig að skrúfur heyra liðinni tíð þegar kemur að festingu Jenile reykskynjarans.  Það er líka auðvelt að flytja hann ef flutningar standa til og hann fer með eiganda sínum á nýjan stað.

 

Þessi pakki getur auðveldlega tengst viðbætum sem keyptar eru til viðbótar eins og t.d. barnavakt, dyrabjalla, símablikkarinn, Kalli kallhnappur sem dæmi.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is