Jenile á Íslandi

Reykskynjari - flash

Reykskynjarinn er með innbyggðu flash ljósi og fer ekki framhjá neinum þegar hann nemur að eldur sé að brjótast út.  Hann er samstilltur við öll móttökutæki Jenile eins og blikkljóskubbinn, blikkljósinnstunga, titrarapúðann, vasatitrarann og fjölhæfu vekjaraklukkuna.  

Hann er merkileg nýjung í flóru Jenile tækjanna.  

Hann lætur vita með rauðu ljósi þegar battarí er við það að klárast og þarf að fá nýtt.  Hann hefur virknihnapp og hægt að skoða virkni hans á hverjum tíma. 

Hann hefur líka klassískt reykskynjarahljóð. 

 

Hér má sjá 30 sekúnda myndband af virkni hans á rauntíma og hvernig hann er samstilltur við önnur tæki. "<video-1617796122.mp4>" 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is