Jenile á Íslandi

Titrarapúðinn

Sofðu í friði !   Þetta er lítill titrarapúði (8 cm x 8 cm og vegur 156 grömm með 3 battaríum).   Honum er komið fyrir undir kodda eða undir dýnu. Þessi litli titrari er öflugur og tengdur öllum Jenile tækjum í húsinu.  Hann hefur lítinn takka sem hægt er að slökkva á honum með litlum tilfæringum.

Hann fer samstundis af stað ef eitthvað ljós kviknar á Jenile tækjunum hvort sem er reykskynjari, vekjeraklukka, dyrabjalla, barnavakt, sími eða hreyfiskynjari.  En allt eftir því hvernig notandinn vill hafa titringinn stilltan.

Við mælum með við að alla að fá þetta tæki alltaf með.   Margir sem hafa reynslu af þessu hafa sofið miklu betur og náð betri svefni af því tækið er svo öruggt, það er líka hægt að slökkva alveg á því, taka svefninn fram yfir allt og fá frið einstaka sinnum.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

 

Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands.   Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is