Jenile á Íslandi

Stofnana pakki 1

Þegar við segjum „ stofnanir“ þá erum við að tala um t.d. hjúkrunarheimili, sambýli, hótel, gistihús, spítala, skrifstofur, vinnustaði.   

Þessi samsetning gefur fullkomið aðgengi að hljóði – hvort sem það kemur úr dyrabjöllu, vekjaraklukku, kallhnappi, reykskynjara, gasviðvörun, hreyfiskynjara eða símanum.   Þau geta verið samstillt.   Það er alltaf hægt að kaupa viðbætur.

 

Það ætti að vera með öllu liðin tíð að döff og fólk með heyrnarmein þurfi að hafa hurð ólæsta eða þá bara að bregða við í hvert sinn sem einhver opnar hurðina og kemur manni að óvörum.  

Ólæst hurð býður upp á óþarfa ónæði og til að mynda í versta falli þjófnað.  

Það er mikið öryggi að læsa að sér, eiga sína friðhelgi og að fólk bjalli á hurðina og láti vita af sér.

Þessi pakki setur friðhelgi daglegs lífs í forgang.

 

Pakkinn innheldur:   Græna titrarapúðann, vekjaraklukku, blikkljóskubbinn, dyrabjöllu til að festa á hurð og hleðsluinnstungu fyrir tvö tæki samtímis.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is