Jenile á Íslandi

Trúðurinn- barnagrátsnemi

Trúðurinn er hannaður til að vera í nálægð við börn.  Hann er með stuttu bandi sem hægt er að festa á vögguna/rimlarúmið.  Hann nemur barnsgrát.  Hann er barnvænn og engir smáir hlutir sem get losnað.  Trúðurinn er ekki leikfang.

Hann verður með tímanum einskonar vinur barnsins - sá sem lætur mömmu/pappa, jafnvel ömmu/afa, systkini eða barnapíuna (sem ekki heyra vel) vita að þörf sé að kíkja á grátandi barnið og veita því það sem það vantar eða bara umhyggju.  

Síðar þegar barnið eldist um 2 ára aldurinn getur barnið sjálft tikkað á trúðinn og einhver kemur bara.    Trúðurinn gegnir þá sama hlutverki og Kalli kallhnappurinn. 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is