Jenile á Íslandi
31.000 kr
Jenile tækin er sérhæfð tæki og ber að umgangast þau vel. Fara vel með þau frá fyrstu hendi. Þess vegna viljum við að þið kaupendur kunnið vel á tækin og lærið á þau. Þannig nýtast þau best líka.
Við, sem umboðsaðilar Jenile á Íslandi viljum að tækin nýtist öllum sem best og bjóði upp á þá möguleika sem ætlast er til af þeim.
Ég, Magnús Sverrisson ég er döff oger eigandi Leó ehf hef farið til Frakklands og kynnt mér tækni Jenile mjög vel. Í ferð minni hef ég farið í viku leiðsögn og mun fara fleiri ferðir eftir því sem alltaf er eitthvað nýtt. Einnig er ég í góðu myndsímasambandi við tæknilið Jenile sem er alltaf tilbúið að aðstoða og leiðbeina.
Sjálfur nota ég Jenile tæknina heima hjá mér. Í fyrsta sinn á öllum mínum döffárum hef ég núna reykskynjara sem alfarið gefur mér viðvörun á mínum forsendum – ég heyri ekkert. Ég er líka með dyrabjöllu og vekjeraklukkuna. Ég á líka ferðavekjeraklukku og get ekki ekki verið hlutlaus þegar ég gef þeim pakka einkunn, svo góð er hún.
Við umboðsaðilar Jenile ákváðum að bjóða upp á uppsetningu hérna á vefinum og reynum eftir fremsta megni að hafa verð í hófi. Við miðum vinnu við þann tíma sem tæknimenn Jenile hafa reynslu á. Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í niðurgreiðslu á uppsetningu og kennslu á tækin.
Þau tæki sem þarf að festa við loft eða vegg eru: reykskynjari, dyrabjalla (inni og útidyrabjalla) og hreyfi, vatn og gasskynjarar. Oftast er fest með einni skrúfu sem við á; tré eða steypa eða límt.
Ég er döff og er hluti af táknmálssamfélaginu. Ef þú kannt ekki táknmál, þá er það ekkert vandamál. Ég hef táknmálstúlk með mér. Ég þarf fyrirvara á pöntun táknmálstúlks. Við getum líka notað blað og penna upp á samskiptin. Ég hef góða samskiptahæfni í öllum aðstæðum. Allt er hægt, samskipti eru engin vandamál hjá okkurJ
Fyrir kaup á uppsetningu færðu:
Vinsamlegast skiljið eftir tölvupóst þegar uppsetning er keypt svo við getum verið í sambandi við ykkur eftir kaupin.,