Jenile á Íslandi

Vasasnerti titrari

Vasasnertivíbrari sem fær allar tilkynningar frá Jenile tækjunum, svo framarlega sem hann er samstilltur og tengdur þeim.   Hann hefur 4 tegundir af titringi.   Hver og einn hefur mismunandi merkingu og líka hægt að setja á ljósstillingu.  Kemur með hleðslueiningu.   Þessi vara er sérhönnuð fyrir fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu eða bara alla sem eiga Jenile tæki.  Hægt að tengja við dyrabjöllu, tölvuhljóð, síma, hreyfiskynjara og brunaviðvörunartæki. 

Titrarann er hægt að setja í vasann.  Hann gefur frá sér mismunandi titring við hvert ljósmerki.   Hann er svolítið langdrægur og næmi hans er talið vera um 0,2 km á radíus, þannig að hægt er að nota hann utanhúss t.d. í garðinum og bara ekki mjög langt frá heimili. 

Hann er upplagður fyrir þá sem eru með samþætta sjón og heyrnarskerðingu og er mjög vinsæll hjá þeim hópi í Frakklandi eða bara almennt fyrir alla sem vilja setja þægindi, frelsi, friðhelgi og vija fylgjast vel með hljóðum í nánasta umhverfi sínu.  Jenile tækin eru almennt gerð til að veita þægindi og auka lífsgæði þegar heyrn eða sjón sé ekki eins og á að vera almennt.

Vasasnertititrarinn getur tengst öllum Jenile tækjum s.s. dyrabjöllu, reykskynjara, barnavakt, hljóðum frá síma eins og SMS, Messenger, símahringingu og hreyfiskynjaranum. 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

 

Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands.   Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is