Jenile á Íslandi
42.495 kr
Vekjaraklukka sem hefur þrjár stillingar. Með/án ljósi/blikk og titrara.
Kosturinn við vekjaraklukkuna er að hún tekur mjög lítið pláss og er nett. Miðað við stærð hennar ( 11 cm x 8,5 cm) og hversu lítil hún er hefur klukkan mjög öflugan titring. Hægt að hafa hana staðsetta undir kodda eða undir dýnu. Vekjaraklukkan er þráðlaus og er með hleðslustöð sem hægt er að hlaða. Vekjaraklukkan hefur „snooze“ takka, sem gerir hana fullkomna.
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein samkvæmt lögum nr. 42/2007, um Heyrnar- og talmeinastöð. Geta einstaklingar snúið sér til HTÍ vegna kaupa á hjálparbúnaði s.s. Jenile. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.
Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu eða vilja kanna rétt sinn er bent á að hafa samband við starfsfólk Heyrnar og talmeinastöð Íslands. Sendið tölvupóst á: hti@hti.is og öllum pósti er viðkemur þessum hjálpartækjum verður komið áfram.